Innlent

Leitað að Íslendingi í Brussel

Sylvía Hall skrifar
Konráð sást síðast á McDonalds-stað í miðborg Brussel á fimmtudagsmorgun.
Konráð sást síðast á McDonalds-stað í miðborg Brussel á fimmtudagsmorgun. Facebook

Ekkert hefur spurst til Konráðs Hrafnkelssonar, 28 ára gamals Íslendings í Brussel, frá því á fimmtudagsmorgun. Leit hefur verið skipulögð af aðstandendum og stendur hún nú yfir.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, staðfestir í samtali við Vísi að málið sé komið á borð Borgaraþjónustunnar. Hún mun aðstoða fjölskylduna í samskiptum við yfirvöld í Belgíu vegna hvarfsins.

Konráð yfirgaf heimili sitt klukkan 08:10 á fimmtudagsmorgun og sást síðast á McDonalds á Place de la Bourse í miðbæ Brussels um níuleytið sama morgun.

Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól.

Allir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.