Íslenski boltinn

„Það er ekkert sem segir mér Óli Jóh við þetta Stjörnu­lið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur.
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur. vísir/skjáskot

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé ekkert sem minnir hann á Ólaf Jóhannesson er hann horfir á leiki Stjörnunnar.

Stjarnan er enn taplaust í deild og bikar en liðið komst áfram í Mjólkurbikarnum með sigri á Víkingi fyrr í vikunni.

„Við erum alltof latir við að hrósa Stjörnunni. Þetta eru algjörir naglar. Þeim finnst gaman að spila vörn og það er rosa blóð, sviti og tár. Þeir eru harðir,“ sagði Hjörvar.

Ólafur kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar fyrir tímabilið og hann og Rúnar Páll Sigmundsson eru tveir aðalþjálfarar.

„Ég sé ekkert Óla Jóh í þessu liði. Ég held að hann verði þarna bara í eitt ár. Það er ekkert í þessu liði sem segir mér Óli Jóh,“ og þáttarstjórnandinn Henry Birgir spurði Hjörvar hvað hann meinti með því.

„Ferðalag hans með Val. Hann tók við lélegu Valsliði. 2015 voru þeir að læra að stýra leikjum og töpuðu fullt af leikjum út af því. 2016 var þetta aðeins betra og 2017 býr hann til besta liðið á Íslandi að stjórna leik. Er í rauninni eina liðið sem getur gert það og spilar kampavínsfótbólta.“

„Það er ekkert sem segir mér Óli Jóh við þetta Stjörnulið núna. Þetta eru harðir gaurar og er eiginlega ómögulegt að vinna. Það er ekki tilviljun að þeir séu ekki búnir að tapa leik.“

Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um Óla Jóh og Stjörnuna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×