Erlent

Alvarlega slösuð eftir að hafa verið kramin af hnúfubökum

Andri Eysteinsson skrifar
Tveir hnúfubakar á sundi við Rússlandsstrendur.
Tveir hnúfubakar á sundi við Rússlandsstrendur. Getty/TASS

Áströlsk kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega á meðan hún synti með Hnúfubökum ásamt hópi ferðamanna fyrir utan strendur Vestur-Ástralíu. Ferðamennirnir syntu í kringum Ningaloo-rifið og segir BBC að konan hafi orðið á milli tveggja Hnúfubaka en hvalirnir geta orðið allt að 19 metra langir.

Konan hlaut brotin rifbein og innvortis blæðingar og var flutt á þurrt land og því næst flogið með hana á sjúkrahús í borginni Perth þar sem ástand hennar er sagt stöðugt en alvarlegt.

Lögregla rannsakar nú atvikið ásamt eftirlitsmönnum vinnueftirlitsins þar sem koman var í áætlunarferð ferðaþjónustufyrirtækis. Hópurinn var ekki nema nokkur hundruð metra frá ströndinni og var konan sú eina sem slasaðist.

Samkvæmt frétt BBC kveða reglur á um að heimilt sé að synda með hnúfubökum undir leiðsögn sé 15 metra fjarlægð haldið frá dýrunum. 10.000 manns hafa synt á þennan hátt frá því að opnað var fyrir möguleikann á reynslu árið 2016.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×