Enski boltinn

Juventus gæti reynt að fá Smalling

Ísak Hallmundarson skrifar
Chris Smalling hefur staðið sig vel í vörninni hjá Roma.
Chris Smalling hefur staðið sig vel í vörninni hjá Roma. getty/Marco Canoniero

Ítalíumeistarar Juventus eru sagðir ætla að bjóða Manchester United vængmanninn Federico Bernardeschi í skiptum fyrir varnarmanninn Chris Smalling.

Smalling hefur verið á láni hjá AS Roma á Ítalíu undanfarið ár og fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína þar. Roma hefur áhuga á að halda leikmanninum en hefur ekki komist að samkomulagi um kaupverð við Man Utd.

Það gæti opnað dyr fyrir Ítalíumeistarana en ólíklegt er að Smalling eigi framtíð í byrjunarliði United. Juventus ætlar að freista þess að bjóða Bernardeschi upp í kaupverðið á Smalling.

Bernardeschi er 26 ára gamall og spilaði 37 leiki fyrir Juventus á nýliðnu tímabili þegar liðið varð Ítalíumeistari níunda árið í röð. Hann gæti aukið breidd Rauðu djöflanna fram á við en það er í forgangi hjá United að kaupa Jadon Sancho frá Dortmund. Náist ekki samkomulag um þau kaup gæti Bernardeschi verið góður kostur. 

Roma mun þó áfram reyna að semja við Manchester United um að halda Chris Smalling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×