Erlent

Á þriðja tug fanga lést í árás Íslamska ríkisins

Andri Eysteinsson skrifar
Frá afgönsku borginni Jalalabad.
Frá afgönsku borginni Jalalabad. Getty/NurPhoto

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árás sem gerð var á fangelsi í afgönsku borginni Jalalabad þar sem að minnsta kosti 21 fangi lét lífið.

Árásin hófst með því að bílsprengjur voru sprengdar við inngang fangelsisins og þar á eftir hófst skotbardagi milli fangavarða og vígamanna IS sem varði alla aðfaranótt mánudagsins.

Fjörutíu og þrír hafa verið færðir á sjúkrahús til meðhöndlunar eftir að hafa særst í bardaganum. Talsmaður lögreglunnar í Jalalabad segir að þrír vígamenn hafi verið vegnir en fleiri reyni enn að verjast öryggissveitum.

Ekki er vitað hvers vegna árásin var gerð á fangelsið en þar afplána um 1700 fagnar og eru margir þeirra liðsmenn IS eða Talíbana. Talíbanar hafa þegar stigið fram og sagst ekki bera ábyrgð á atburðunum en árásin var framin á þriðja og síðasta degi tímabundins vopnahlés Talíbana og afganskra yfirvalda.

Var hundruðum Talíbana sleppt úr haldi til þess að tryggja friðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×