Innlent

Tímabært að rannsaka hvort veiran sé vægari en í vetur

Andri Eysteinsson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tímabært að rannsakað verði hvort að kórónuveiran sé vægari núna en fyrr í vetur.

„Það eru engar niðurstöður eða upplýsingar um það að fá erlendis frá. Við getum komist nálægt því með því að gera rannsóknir á okkar þýði, þeim tilfellum sem hér hafa greinst bæði fyrr í vetur og núna, og ég held að það sé tímabært að fara að skoða það, sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Katrínartúni í dag.

Átta greindust smituð af kórónuveirunni í gær og voru öll smitin staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Virk smit eru nú 80 talsins og eru þau staðsett í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Einn einstaklingur liggur inni á Landspítala en sá er ekki á gjörgæslu.

Þórólfur segir að hægt sé að sækja upplýsingar að utan sem nýtast við áðurnefndar rannsóknir.

„Vonandi getum við birt upplýsingar um það núna á næstunni,“ sagði Þórólfur.

„Ég held það sé tímabært þegar menn eru að horfa á aukningu á útbreiðslu veirunnar hvort við séum að sjá nákvæmlega sama sjúkdómsmynstur og áður. Ég hef hvergi séð upplýsingar um þetta en held að þetta gæti verið mjög mikilvægar upplýsingar í þeim aðgerðum sem við þurfum að grípa til á næstu mánuðum,“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×