Innlent

Hrun í út­gáfu vega­bréfa og utan­ferðum Ís­lendinga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Utanlandsferðir Íslendinga hafa verið í lágmarki síðustu mánuði.
Utanlandsferðir Íslendinga hafa verið í lágmarki síðustu mánuði. Vísir/vilhelm

Alls voru 879 íslensk vegabréf gefin út í júní 2020 og fækkaði þeim um 73 prósent milli ára. Útgefin vegabréf í júní 2019 voru 3.2131. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands sem annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skilríkja.

Ætla má að samdráttur í útgáfu vegabréfa skýrist af faraldri kórónuveiru, sem haft hefur mikil áhrif á ferðalög Íslendinga til útlanda. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu fóru 91,8 prósent færri Íslendingar úr landi í júnímánuði 2020 miðað við sama mánuð í fyrra. Þá var samdrátturinn 99,4 prósent í apríl og 98,5 prósent í maí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×