Innlent

Þrjú ný innanlandssmit

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimað fyrir kórónuveirunni.
Skimað fyrir kórónuveirunni. Vísir/vilhelm

Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust hér á landi síðasta sólarhringinn, þar af greindist einn smitaður í skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Þá greindust tveir með veiruna við landamærin og bíða báðir eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. Alls eru nú 83 í einangrun vegna veirunnar á landinu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is.

Þá bætast 64 við sóttkví milli daga. Nú eru alls 734 í sóttkví en voru 670 í gær. Þá voru rétt rúmlega þrjú þúsund sýni greind í gær, þar af 534 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 233 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.

Langflestir, eða sextíu, eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru fjórir í einangrun á Suðurnesjum og níu á Vesturlandi, samkvæmt skiptingu eftir landshlutum á Covid.is. Þar segir einnig að einn sé í einangrun á Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum.

Talsvert færri greindust með veiruna innanlands í gær en dagana á undan. Síðast greindust þrjú innanlandssmit 27. júlí. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×