Sport

Íslandsmótinu í hestaíþróttum aflýst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimsmeistarinn Konráð Valur Sveinsson.
Heimsmeistarinn Konráð Valur Sveinsson. mynd/eiðfaxi

Ákveðið hefur verið að fresta Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum vegna kórónuveirufaraldursins.

Í yfirlýsingu frá Lárusi Ástmari Hannessyni, formanni Landssambands hestamannafélaga, sem birtist á vefsíðu Eiðfaxa segir að Landssambandið telji það ekki forsvaranlegt að halda Íslandsmótið vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi.

Því hafi Landssambandið, í samráði við Hestamannafélagið Geysi, ákveðið að aflýsa Íslandsmótinu.

Í yfirlýsingunni segir að Landssamband hestamannafélaga hafi haft samfélagslega ábyrgð í forgrunni þegar ákvarðanir hafi verið teknar að undanförnu og það sé einnig þannig nú.

Íslandsmótið átti að fara fram 12.-16. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×