Íslenski boltinn

FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH-ingar fagna í sumar.
FH-ingar fagna í sumar. vísir/bára

Takist Íslandsmeisturum KR að slá út skoska stórveldið Celtic í næstu viku er nú orðið ljósara hvað bíður liðsins í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Sigurliðið í leik Celtic og KR fær heimaleik gegn sigurliðinu úr leik ungversku meistaranna í Ferencváros við Svíþjóðarmeistara Djurgården.

Leikið verður í 2. umferð 25. og 26. ágúst en leikur Celtic og KR fer fram 17. ágúst.

Breiðablik bíður erfitt verkefni í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en þeir mæta norska stórliðinu Rosenborg á útivelli.

Rosenborg endaði í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

FH fær heimaleik en þeir mæta Dunajská Streda frá Slóvakíu. Liðið endaði í 3. sæti í Slóvakíu á síðasta ári.

Víkingur fer til Slóveníu þar sem þeir mæta NK Olimpija Ljubliana.

Olimpija endaði í 3. sæti slóvensku deildarinnar á síðustu leiktíð, tveimur stigum frá meisturnum í Cejle.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö mæta MKS Cracovia frá Póllandi á heimavelli og Alfons Sampsted og samherjar í Bodo/Glimt mæta Kauno Zalgiris frá Litháen á heimavelli.

Leikirnir fara fram 27. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×