Viðskipti innlent

Heildar­skuld­ir rík­is­­sjóðs juk­ust um vel á annan milljarð króna á dag

Atli Ísleifsson skrifar
Aukningin er sögð um 254 milljarða króna á sex mánuðum og er aukningin fyrst og fremst sögð stafa af hinum gífurlegu efnahagsáhrifum kórónuveirunnar.
Aukningin er sögð um 254 milljarða króna á sex mánuðum og er aukningin fyrst og fremst sögð stafa af hinum gífurlegu efnahagsáhrifum kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Heildarskuld­ir rík­is­sjóðs juk­ust um vel á annan milljarð króna á dag frá lok­um janúar og fram í lok júlí og heildarskuld ríkissjóðs var tæpir 882 milljarðar króna í lok janúar en var orðin tæplega 1.136 millj­arðar í lok júlí. 

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem stuðst er við tölur úr Lánamálum Seðlabankans. 

Þetta er aukn­ing um 254 milljarða króna ásex mánuðum og er aukningin fyrst og fremst sögð stafa af hinum gífurlegu efnahagsáhrifum kórónuveirunnar. 

Í blaðinu segir að til að mæta þeim erfiðleikum hafi ríkiðráðist í marg­vís­leg­ar aðgerðir sem hafi kallað á útgjöld og lántökur. Hrein skuld ríkissjóðs hefur hins vegar ekki aukist jafn hratt og heildarskuldirnar, en þó um 126 milljarða.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×