Erlent

Nóbels­verð­launa­hafi biðlar til Lúka­sjen­kó um að láta af em­bætti

Atli Ísleifsson skrifar
Blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievitsj hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015 fyrir verk sín um ofsóknir og tjáningar fólks í Sovétríkjunum.
Blaðakonan og rithöfundurinn Svetlana Alexievitsj hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015 fyrir verk sín um ofsóknir og tjáningar fólks í Sovétríkjunum. Getty

Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu.

„Segðu af þér áður en það er of seint, áður en þú kastar fólkinu niður í skelfilegt hyldýpi, í hyldýpi borgarastyrjaldar,“ sagði Alexievitsj í viðtali á bandarísku útvarpsstöðinni Radio Liberty.

Blaðakonan og rithöfundurinn Alexievitsj hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015 fyrir verk sín um ofsóknir og tjáningar fólks í Sovétríkjunum. Hún hefur verið áberandi í gagnrýni sinni á Lúkasjenkó sem lengi hefur verið kallaður síðasti einræðisherrann í Evrópu.

Alexievitsj sakar nú Lúkasjenkó um að hafa lýst yfir stríði gegn þjóð sinni, en mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því að Lúkasjenkó var sagður hafa hlotið um 80 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru um síðustu helgi. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir og þá hafa tveir látið lífið í átökum.

„Þú vilt bara hafa völd og krafa þín mun leiða til blóðsúthellinga,“ sagði Alexievitsj.

Framkvæmd forsetakosninganna hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem ásakanir eru uppi um víðtækt kosningasvindl.


Tengdar fréttir

Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi

Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum.

Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna

Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×