Samstarf

Á mannauðsmáli: „Fræðsluskot kaupmannsins“

Alfreð
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa er viðmælandi í hlaðvarpinu Á mannauðsmáli.
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa er viðmælandi í hlaðvarpinu Á mannauðsmáli. Samkaup

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum er gestur Unnar í hlaðvarpinu „Á mannauðsmáli“.

Hlustaðu á þáttinn hér:

Gunnur Líf tók við starfinu árið 2018 og lagði strax áherslu á að kynnast störfunum og fólkinu hjá Samkaupum. Samkaup rekur yfir 60 matvöruverslanir um allt land. Helstu verslanir eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland og Samkaup strax. Samkaup er með fyrirtækjaprófíl hjá Alfreð sem hægt er að skoða hér. Fyrstu 100 dagar Gunnar í starfi fóru í rannsóknarvinnu og tók hún viðtöl og sankaði að sér þekkingu um dagleg störf starfsmanna Samkaup allt í kringum landið. Til að styrkja tengslin og fá innsýn í störf Samkaupa tók Gunnur að sér ólík störf og raðaði meðal annar snakkpokum í hillur.

Í þættinum ræða Gunnur Líf og Unnur um öfluga fræðslumenningu og fleira sem fylgdi því að byggja upp mannauðssvið Samkaupa. Hún lagði áherslu á að byggja upp “liðið Samkaup” þvert á þau vörumerki sem félagið rekur. Einnig talar Gunnur um mikilvægi þess að búa til tengingu við viðskiptavininn og hlusta á starfsfólkið. Því tengt heldur Samkaup reglulega vinnustofur með öllum starfsmönnum í hverri verslun fyrir sig þar sem starfsmenn fá tækifæri að tjá sína skoðun um hvað væri vel gert, hvað mætti betur fara og markmiðasetningu. Á hverju ári mælir Samkaup vinnustaðamenningu fyrirtækisins og nýtir vinnustofur til að halda áfram að móta menningu fyrirtækisins til framtíðar með hverri verslun fyrir sig. Með þessu móti er búinn til vettvangur fyrir starfsmenn til að koma skoðunum allra upp á yfirborðið og byggja samtal með stjórnendum. Gunnur segir að þetta hafi hjálpað til við að byggja upp liðsheildina þvert á verslanir og landshluta.

Mikill metnaður liggur í fræðslu og menntun innan Samkaupa og Gunnur fer yfir mismunandi leiðir fyrir starfsmenn til að vaxa í starfi innan Samkaupa. Grunnfræðslan í starfinu á sér stað í starfi og sú reynsla sem starfsmenn afla sér í vinnunni. Þar að auki er boðið upp á rafræna fræðslugátt svo starfsmenn geti menntað sig. Tvisvar á ári er farið í allar verslanir Samkaupa á landinu og haldnir fyrirlestrar sem nefnast “fræðsluskot kaupmannsins”. Má nefna að síðasta fræðsluskot kaupmannsins snérist um “ofurþjonustu”. Jafnframt er veittur stuðningur til starfsmanna að taka fagnám í verslun og þjónustu sem er blanda af fjarnámi hjá Verzlunarskóla Íslands og vinnustaðanámi.

Að lokum ræða Gunnur Líf og Unnur um stóru áherslur fyrirtækisins sem snúast um að styðja við öfluga framlínu sem er verslunarfólk Samkaupa. Mikið álag var á starfsstöðvum í kjölfar Covid en Gunnur segist þakklát stuðningi stjórnenda fyrirtækisins þegar ákveðið var að verðlauna starfsfólk með tveimur aðgerðarpökkum sem fólu í sér aukna afslætti í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og andlega upplyftingu. Einnig var aukið sumarorlof starfsmanna. Sannarlega rausnarleg gjöf.

Áhugaverður þáttur! Þú getur hlustað á vísir.is/útvarp, Podcaststöðinni og Spotify.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×