Körfubolti

Nýliðarnir fá tvo leikmenn fyrir komandi átök

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefanía Ósk mun leika með Fjölni á næstu leiktíð.
Stefanía Ósk mun leika með Fjölni á næstu leiktíð. Vísir/Facebook-síða Fjölnis

Nýliðar Fjölnis í Dominos-deild kvenna hafa fengu tvo leikmenn í sínar raðir í dag. Tilkynnt var um þetta á Facebook-síðu félagsins.

Fjölnir vann 1. deildina á síðustu leiktíð en liðið var með fjögurra stiga forystu þegar deildin var blásin af vegna kórónufaraldursins. Þar með unnu þær sér inn sæti í efstu deild fyrir komandi leiktíð.

Íraska landsliðskonan Fiona O´Dwyer – sem sjá má í leik gegn Íslandi í Facebook-færslu Fjölnis – hefur skrifað undir samning við nýliðana. Hin 29 ára gamla O´Dwyer er einnig með bandarískt vegabréf en lék síðast á Spáni. Á hún að styrkja annars ungan leikmananhóp sem mun eflaust eiga undir högg að sækja sem nýliðar í vetur.

Hin 19 ára gamla Stefanía Ósk Ólafsdóttir hefur einnig skrifað undir samning við Fjölni en hún lék með liðinu á láni frá Haukum á síðustu leiktíð. Þessi 1.73 metra hái miðherji skoraði að meðaltali sjö stig í leik ásamt því að taka rúmlega fjögur fráköst.

Fjölnir fær Snæfell í heimsókn í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar þann 23. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×