Handbolti

Grótta heldur áfram að styrkja sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daníel Örn Griffin í leik með KA á síðustu leiktíð.
Daníel Örn Griffin í leik með KA á síðustu leiktíð. vísir/bára

Daníel Örn Griffin hefur skrifað undir tveggja ára samning við nýliða Gróttu í Olís-deild karla.

Daníel kemur til liðsins frá KA þar sem hann lék á síðustu leiktíð en hann ólst upp hjá ÍBV.

Daníel spilar hægri skyttu og var á topp fimm listanum yfir flestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni á síðustu leiktíð.

„Daníel er púslið sem okkur vantaði í hópinn. Hann kemur inn með skotógn og kraft á hægri vænginn og auk þess að vera frábær varnarmaður. Það er ljóst að hann mun styrkja liðið,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, við undirskriftina.

Grótta spilar í UMSK/Reykjavíkurmótinu í næstu viku en þessum tveimur upphitunarmótum hefur verið slegið saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×