Viðskipti erlent

Er­lend flug­fé­lög fækka ferðum eða hætta að fljúga til Ís­lands

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ungverska flugfélagið Wizz air er á meðal flugfélaga sem nú dregur saman seglin hvað varðar ferðir til Íslands.
Ungverska flugfélagið Wizz air er á meðal flugfélaga sem nú dregur saman seglin hvað varðar ferðir til Íslands. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir að þó nokkur erlend flugfélög muni draga saman seglin eða jafnvel hætta alfarið flugferðum til og frá Íslandi á næstunni. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Þar segir að erlend flugfélög hafi staðið undir rúmlega helmingi allra áætlunarferða til og frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Nýjar áherslur varðandi sóttkví allra sem hingað koma, auk tvöfaldrar skimunar, virðist þó ætla að setja strik í reikninginn.

Túristi hefur það eftir ónafngreindum heimildum að erlendu flugfélögin easyJet, Norwegian, Vueling, Airbaltic, Wizz air og Transavia hafi í dag ákveðið að draga úr tíðni áætlunarferða til Íslands eða fella allar slíkar ferðir sem fyrirhugaðar voru á næstunni niður. Áður höfðu Czech Airlines og British Airways gert slíkt hið sama.

Túristi kveðst jafnframt þekkja til fleiri flugfélaga sem nú meti hvort hægt verði að halda úti áætlunarflugi hingað til lands á meðan krafa um nokkurra daga sóttkví allra sem koma hingað til lands er í gildi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×