Sport

Dagskráin í dag: Verða bikarmeistararnir fyrsta liðið til að skora gegn toppliðinu?

Ísak Hallmundarson skrifar
Breiðabliksliðið hefur enn ekki fengið á sig mark í Pepsi Max deild kvenna í sumar.
Breiðabliksliðið hefur enn ekki fengið á sig mark í Pepsi Max deild kvenna í sumar. vísir/villhelm

Á sportrásum Stöðvar 2 í dag er það helsta á dagskrá Pepsi Max deild kvenna, Pepsi Max Stúkan og GameTíví.

Breiðablik tekur á móti Selfoss í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá kl. 19:05. Breiðabliksliðið er á toppnum með fullt hús stiga eftir níu umferðir og hefur ekki enn fengið á sig mark. Þá hefur liðið skorað 42 mörk á andstæðinga sína í sumar. Selfoss hefur hinsvegar valdið vonbrigðum og situr liðið í 6. sæti deildarinnar með tíu stig, sautján stigum á eftir Blikum. Þær ætluðu sér stóra hluti í sumar og spurning hvort þær muni hefja viðsnúning á tímabilinu í kvöld, en þá þurfa þær að vera fyrsta liðið til að skora á Breiðablik.

Pepsi Max Stúkan verður á sínum stað í kvöld kl. 21:15. Guðmundur Benediktsson fer yfir síðustu umferð Pepsi Max deildar karla ásamt sérfræðingum Stöðvar 2 Sports. Öll helstu málefni deildarinnar eru krufin til mergjar, umdeildustu atvikin skoðuð sem og glæsilegustu tilþrifin.

Þá er GameTíví á dagskránni á Stöð 2 Esport á slaginu 20:00. Öll mánudagskvöld koma þeir Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Halldór Már og spila heitustu tölvuleikina hverju sinni. Léttleiki og hlátur einkenna mánudagskvöld GameTívi.

Alla dagskránna má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×