Tónlist

Aldrei fleiri horft á nýtt YouTu­be-mynd­band fyrsta sólar­hringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Suður-kóreska sveitin BTS.
Suður-kóreska sveitin BTS. Getty

Nýjasta lag K-poppsveitarinnar BTS hefur slegið met þegar kemur að fjölda áhorfa á YouTube fyrsta sólarhringinn eftir að það birt.

Lag sveitarinnar, Dynamite, var birt á YouTube á föstudaginn og hefur YouTube nú staðfest að áhorfin fyrsta sólarhringinn hafi verið alls 101,1 milljónir. 

Sló sveitin þar með fyrra met suður-kóresku stúlknasveitarinnar Blackpink, en lagið How You Like That fékk fyrr í sumar 86,3 milljónir áhorfa fyrsta sólarhringinn.

Dynamite er nær einnig þeim áfanga að verða fyrsta myndbandið sem nær yfir 100 milljónir áhorfa á einum sólarhring á YouTube.

Dynamite er fyrsta smáskífa BTS sem er alfarið sungin á ensku, en sveitin vonast með laginu til að koma á framværi „jákvæðum bylgjum, orku, von, ást og hreinleika“.

BBC segir frá því að lagið sé samið af David Stewart og Jessica Agombar sem nýverið sömdu What a Man Gotta Do, lag Jonas Brothers.

Lagið Dynamite með BTS er nú á toppi iTunes-listanna í 104 löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×