Sport

Þórdís Eva Íslandsmeistari í sinni fyrstu sjöþraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórdís Eva Steinsdóttir varð Íslandsmeistari í fyrstu tilraun.
Þórdís Eva Steinsdóttir varð Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. Mynd/Frjálsíþróttsamband Íslands

ÍR og FH eignuðust bæði Íslandsmeistara í fjölþraut um helgina þegar Benjamín Jóhann Johnsen og Þórdís Eva Steinsdóttir unnu bæði sannfærandi sigra.

ÍR-ingurinn Benjamín Jóhann Johnsen varði titil sinn í tugþraut karla. Hann fékk í heildina 6680 stig en hans besti árangur er 7146 stig.

Benjamín sigraði í sjö greinum af tíu og stigahæsta greinin hans var 110 metra grindarhlaup þar sem hann kom í mark á 15,41 sekúndu og fékk 801 stig. Hann bætti sig í einni grein um helgina, það var í langstökki þar sem hann stökk 6,65 metra.

Í Kaplakrika um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum. Íslandsmeistari í tugþraut varð Benjamín Jóhann Johnsen, ÍR og í sjöþraut var það Þórdís Eva Steinsdóttir, FH. ...

Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Mánudagur, 24. ágúst 2020

Þórdís Eva Steinsdóttir keppti í sinni fyrsti sjöþraut um helgina og fékk hún 4718 stig. Hún vann fimm greinar og var stigahæsta greininn hennar 200 metra hlaup. Þar hljóp hún á 25,42 sekúndum og fékk 849 stig.

Í tugþraut pilta 18-19 ára sigraði Dagur Fannar Einarsson, Selfoss, með 6769 stig. Hjá piltum 16-17 ára sigraði Birnir Vagn Finnsson, UFA, með 6255 stig og hjá stúlkum í sama aldursflokki fékk Katrín Tinna Pétursdóttir, Fjölni, 2960 stig.

Í fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri fékk Markús Birgisson, Breiðabliki, 2561 stig og hjá stúlkum 15 ára og yngri fékk Júlía Kristín Jóhannesdóttir, Breiðabliki, 3086 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×