Viðskipti innlent

Hefja póst­dreifingu á laugar­dögum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá starfsstöð Póstsins við Stórhöfða í Reykjavík.
Frá starfsstöð Póstsins við Stórhöfða í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Pósturinn hyggst taka upp dreifingu á laugardögum á höfuðborgarsvæðinu til að svara aukinni innlendri netverslun.

Í tilkynningu frá Póstinum segir að helsti kostur þessarar breytingar sé að sendingar sem áður voru afhentar á mánudegi verði nú afhentar á laugardegi og sé því um styttri biðtíma að ræða.

„Heimkeyrsla á laugardögum mun fara fram milli klukkan 10 og 14 en einnig verður fyllt á Póstbox og farið með sendingar í Pakkaport á sama tíma. Breytingin tekur strax gildi og verður byrjað laugardaginn 29. ágúst.

Viðskiptavinir sem fá sendingar með heimkeyrslu fá SMS með áætluðum sendingartíma (30 mínútna ramma) á laugardagsmorgni og þeir sem fá sendingar í Póstbox og Pakkaport fá tilkynningu þegar sending er tilbúin til afhendingar á móttökustað,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×