Fótbolti

„Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fagna góðum sigri með íslenska landsliðinu.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fagna góðum sigri með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir munu báðar leika í frönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Berglind er við það að ganga í raðir nýliða Le Havre en Sara leikur með Lyon sem hefur unnið frönsku deildina fjórtán ár í röð.

Sem kunnugt er varð Lyon Evrópumeistari fimmta árið í röð á sunnudaginn þegar liðið sigraði Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Sara skoraði þriðja mark Lyon og gulltryggði sigur liðsins. Hún er fyrsta íslenska fótboltakonan sem verður Evrópumeistari.

Berglindi og Söru er vel til vina og hún segist hafa glaðst með landsliðsfyrirliðanum þegar hún náði þessum merka áfanga á sunnudaginn.

„Ég fæ bara gæsahúð þegar ég hugsa um þetta núna. Þegar ég sá hana skora féllu nokkur hamingjutár,“ sagði Berglind.

„Ég er ótrúlega stolt af henni, samgleðst henni og ef einhver á þetta skilið er það hún. Hún hefur lagt fáránlega hart að sér til að ná þessu markmiði,“ bætti Berglind við.

Hún fer út til Frakklands á fimmtudaginn og gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×