Fótbolti

Þór/KA lenti í vand­ræðum en er komið í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA á bragðið í dag.
Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA á bragðið í dag. VÍSIR/BÁRA

Þór/KA er komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Haukum á heimavelli.

Fyrir leik var talið nær öruggt að Þór/KA myndi vinna auðveldan sigur á liði Hauka sem leikur í deild fyrir neðan. Það var þó ekki raunin og eftir markalausan fyrri hálfleik kom Vienna Behnke gestunum úr Hafnafirði yfir með marki úr vítaspyrnu.

Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði metin fyrir Þór/KA á 67. mínútu og rúmum tíu mínútum síðar hafði Berglind Baldursdóttir komið heimastúlkum 2-1 yfir.

Hulda Karen Ingvarsdóttir tryggði svo sigurinn þegar uppbótartími leiksins var við það að renna út. Lokatölur 3-1 og Þór/KA komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins ásamt KR og bikarmeisturum Selfoss.

Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×