Erlent

Hafa fengið gögn frá Íslandi og Noregi

Sylvía Hall skrifar
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian

Yfirvöld í Namibíu hafa fengið afhent gögn frá Íslandi og Noregi sem sögð eru nýtast við rannsókn spillingarlögreglunnar ACC á hluta Samherjamálsins. Greint er frá þessu á vef namibíska fjölmiðilsins Informante.

Ríkislögmaður Namibíu óskaði á föstudag eftir fresti til að ljúka við rannsóknina. Í skýrslu aðalrannsakanda vegna frestbeiðninnar segir að tímafrekt sé að fara yfir gögnin og að embættið þurfi um mánuð til þess.

Á vef Ríkisútvarpsins segir að gögnin séu sögð tengjast félaginu Namgomar, en Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins, hefur verið sakaður um að misbeita valdi í ráðherratíð sinni þegar hann úthlutaði brynstirtlukvóta til félagsins Namgomar Pesca á árunum 2014 til 2019.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×