Viðskipti erlent

Opinbera smærri útgáfu Xbox

Samúel Karl Ólason skrifar
Series S er minni og ekki jafn öflug og Series X
Series S er minni og ekki jafn öflug og Series X Vísir/Mircosoft

Mircosoft opinberaði í dag hvað nýjustu leikjatölvur fyrirtækisins mun kosta og að þær muni rata í hillur verslana þann 10. nóvember. Nýjasta leikjatölvan, Xbox, verður gefin út í tveimur útgáfum. Xbox Series X er stærri og dýrari útgáfan og stendur til að selja hana vestanhafs á 499 dali. Minni útgáfan, Xbox Series S, er ekki jafn öflug og hin útgáfan, með minna geymslupláss og ekkert geisladrif en kostar eingöngu 299 dali.

Hægt verður að spila næstu kynslóð leikja í tölvunni en þeir munu án efa ekki líta jafn vel út.

Ekki liggur fyrir hvað tölvurnar munu kosta hérna á Íslandi en gróflega reiknað eru 499 dalir um 70 þúsund krónur. 299 dalir eru um það bil 42 þúsund krónur.

Upplýsingum um Series S hafði verið lekið á netið fyrr í dag, áður en Microsoft staðfesti fregnirnar. Þetta ku vera minnsta leikjatölva sem Microsoft hefur framleitt.

Í tístum frá Xbox segir að frekari upplýsingar verið veittar fljótlega.

Sony hefur enn ekki gefið út hvað Playstation 5 mun kosta eða hvenær hún verður gefin út. Í rauninni hafa bæði fyrirtækin stigið mjög varlega til jarðar í þessum málum og má leiða líkur að því að lekar síðustu daga hafi þvingað starfsmenn Microsoft til að opinbera upplýsingar sem ekki stóð til að opinbera strax.


Tengdar fréttir

Allar helstu stiklur PS5 kynningarinnar

Sony kynnti í gær nýja leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 5, sem kemur á markað seinna á þessu ári. Þar að auki kynnti fyrirtækið fjölda leikja sem verða gefnir út fyrir leikjatölvuna og þar af margir sem verða eingöngu gefnir út fyrir PS5.

PlayStation 5 kemur á markað í ár

Sony birti í dag útlit nýrrar leikjatölvu, PlayStation 5, sem verður komin á markað síðla þessa árs. Útlit tölvunnar var afhjúpað í kynningu sem Sony streymdi í beinni útsendingu þar sem nýir leikir voru kynntir sem gerðir eru sérstaklega fyrir tölvuna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×