Atvinnulíf

Sprotar með aflatryggingar, raddstýrða snjallsímalausn og lífrænar matvörur

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Lyuba Kharitonova, einn þátttakenda Startup SuperNova 2020.
Lyuba Kharitonova, einn þátttakenda Startup SuperNova 2020.

Fyrr í mánuðinum kynntu tíu sprotafyrirtæki hugmyndir sínar á fjárfestadegi Startup SuperNova. Fjárfestadagurinn var í beinni útsendingu á netinu en þetta er einn vinsælasti viðburður ársins í sprotaumhverfinu.

Í dag og um helgina mun Vísir birta þær hugmyndir sem sprotafyrirtækin kynntu. Hér má sjá kynningar um aflatryggingar, raddstýrða snjallsímalausn og lífrænar matvörur.

BidPare 

BidPare einfaldar ferlið við að afla, bera saman og samþykkja tilboð í tryggingar. Notandi skráir upplýsingar um þarfir sínar og væntingar til trygginga, fær tilboð frá fyrirtækjunum og ítarlegan samanburð til að hjálpa til við ákvarðanatöku. 

Inch 

Raddstýrð snjallsímalausn fyrir starfsmenn á faraldsfæti og sameinar verkefnastjórn, sjálfvirka tímaskráningu og samskiptakerfi í einn pakka. Með því að hnýta saman lykilþætti daglegra aðgerða starfsmanna dregur Inch úr óskilvirkni, flækjum og misskilningi á vinnustað.

just björn 

just björn býr til og framleiðir lífrænar og bragðgóðar matvörur og fæðubótaefni sem innihalda íslenskt collagen. just björn vörurnar hjálpa við að viðhalda heilbrigðum og virkum lífsstíl þar sem við teljum að líkamleg heilsa og fegurð komi innan frá.



Þau tíu fyrirtæki sem kynntu hugmyndir sínar á fjárfestadeginum voru valin úr hópi 120 umsókna. Við val þeirra var sérstaklega horft til viðskiptahugmynda sem ætlaðar eru á alþjóðamarkað.

Sprotafyrirtækin hlutu eina milljón króna í fjárstyrk auk þess að fá aðgengi að vinnuaðstöðu í Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum. 


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×