Viðskipti innlent

Tekur við starfi fram­kvæmda­stjóra Í­MARK

Atli Ísleifsson skrifar
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir.
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir. ÍMARK/Eyþór Árnason

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÍMARK – samtaka markaðsfólks á Íslandi.

Í tilkynningu kemur fram að Þóra Hrund hafi áður starfað sem sjálfstætt starfandi verkefnastjóri á sviðum markaðsmála, upplifunar- og viðburðahönnunar ásamt því að vera annar eiganda útgáfufyrirtækisins MUNUM og upplifunarfyrirtækisins Já takk.

„Þóra Hrund er með B.S. gráðu í viðskipta- og markaðsfræðum, og er að ljúka meistaranámi í stjórnun & stefnumótun og verkefnastjórn ásamt því að vera markþjálfi,“ segir í tilkynningunni.

Þóra Hrund tekur við starfinu af Jóni Þorgeiri Kristjánssyni sem nýverið tók við starfi forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá Þjóðleikhúsinu.

Tilgangur samtakanna er að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis, stuðla að auknum skilningi á mikilvægi þeirra ásamt því að vera leiðandi afl, vettvangur þekkingar, tengsla og reynslu á sviði markaðsmála á Íslandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×