Sport

Dagskráin í dag: Patrekur mætir meistaraliði sínu, Ólafía og Guðrún leika í Sviss og hermikappakstur

Sindri Sverrisson skrifar
Patrekur Jóhannesson var þjálfari Selfoss þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fyrra.
Patrekur Jóhannesson var þjálfari Selfoss þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fyrra. VÍSIR/VILHELM

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld.

Sýnt verður frá Evrópumótaröðinni í golfi frá kl. 12-16 á Stöð 2 esport, þar sem Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru meðal keppenda á móti í Sviss. Golfveislan heldur áfram á Stöð 2 Golf þar sem sýnt verður frá PGA, LPGA og Evrópumótaröð karla.

Stjarnan og FH mætast í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna kl. 17.45 og í kjölfarið, eða kl. 20.30, taka Stjörnumenn á móti Selfossi. Stjarnan leikur einmitt undir stjórn Patreks Jóhannessonar sem gerði Selfoss að Íslandsmeistara 2019.

Keppni í ensku B-deildinni hefst að nýju í kvöld þegar Watford og Middlesbrough mætast, kl. 18.45, á Stöð 2 Sport 2. Watford féll úr úrvalsdeildinni í sumar og vinnur nú að því að komast þangað aftur.

Á Stöð 2 esport verður nóg um að vera fyrir þá sem hafa gaman af hermikappakstri, því bestu keppendur landsins í Gran Turismo Sport munu etja þar kappi. Útsending hefst kl. 21.30.

Upplýsingar um beinar útsendingar.

Upplýsingar um dagskrána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×