Atvinnulíf

Sprotar færa ljósmyndirnar aftur í albúmin, samþætta heimsgögn og kynna kennsluapp og námsleiki

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Lyuba Kharitonova, einn þátttakenda Startup SuperNova 2020.
Lyuba Kharitonova, einn þátttakenda Startup SuperNova 2020.

Fyrr í mánuðinum kynntu tíu sprotafyrirtæki hugmyndir sínar á fjárfestadegi Startup SuperNova. Fjárfestadagurinn var í beinni útsendingu á netinu en þetta er einn vinsælasti viðburður ársins í sprotaumhverfinu.

Í gær og um helgina birtir Vísir myndbönd af kynningum sprotafyrirtækjanna sem tóku þátt í fjárfestadegi Startup SuperNova 2020. Hér má sjá kynningar þar sem ljósmyndirnar eru færðar aftur í myndaalbúmin, heimsögn eru samþætt fyrir greinendur og kennsluapp með námsleikjum.

Lightsnap

Lightsnap færir ljósmyndirnar aftur í myndaalbúmin. Þú kaupir 24-mynda filmu í appinu, alveg eins og á gömlu einnota myndavélunum. Þegar þú ert búin/n að taka myndirnar, framköllum við þær og sendum þær beint heim til þín.

Quick Lookup

Quick Lookup veitir einfaldan og samþættan aðgang að heims-gögnum sem algengt er að gagna-greinendur, gagna-verkfræðingar, forritarar og gagna-drifið viðskiptafólk noti við vinnslu, hreinsun, auðgun og greiningu gagna. Markmiðið er að auka skilvirkni við gagnagreiningu og hámarka virði þeirra upplýsinga og ákvarðana sem hún skilar.

Smáforrit

Kennsluappið er hugbúnaður fyrir snjalltæki sem mun innihalda mikið magn fjölbreyttra menntunarleikja fyrir hinar ýmsu námsgreinar á íslensku og öðrum tungumálum. Í boði verða bæði leikir til að tileinka sér efni og til að æfa skilning.

Þau tíu fyrirtæki sem kynntu hugmyndir sínar á fjárfestadeginum voru valin úr hópi 120 umsókna. Við val þeirra var sérstaklega horft til viðskiptahugmynda sem ætlaðar eru á alþjóðamarkað.

Sprotafyrirtækin hlutu eina milljón króna í fjárstyrk auk þess að fá aðgengi að vinnuaðstöðu í Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×