Innlent

Fimm til tíu stiga hiti víða um land

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurkort fyrir hádegið í dag.
Veðurkort fyrir hádegið í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Gera má ráð fyrir norðaustan 5 til 15 metrum á sekúndu á landinu í dag, en hvassast verður syðst. Þá mun rigna með köflum á Suður- og Suðvesturlandi en dálitlar skúrir norðan- og norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Í hugleiðingum veðurfræðings þar segir að fremur „aðgerðarlítið“ veður verði næstu daga. Væta á víð og dreif, en í litlu magni. Hiti verði lengst af um 5 til 10 stig að deginum á láglendi, en borið gæti á næturfrosti, einkum á stöðum þar sem léttir til.

Um miðja viku gera spárnar ráð fyrir fyrstu lægðinni í lægðaröð sem hingað stefnir dagana á eftir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á mánudag:

Austan 8-13 við S-ströndina, annars hægari vindur. Lítilsháttar rigning S-til á landinu og stöku skúrir fyrir norðan, hiti 5 til 12 stig.

Á þriðjudag:

Vestlæg átt 3-8 og dálítil væta um tíma V-lands, en léttir til á A-verðu landinu. Hiti 6 til 11 stig að deginum.

Á miðvikudag:

Vaxandi sunnanátt. Lengst af bjartviðri á NA- og A-landi, en skýjað í öðrum landshlutum og fer að rigna síðdegis og um kvöldið, fyrst V-lands. Heldur hlýnandi.

Á fimmtudag:

Suðvestlæg átt með rigningu eða skúrum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á NA-landi.

Á föstudag:

Suðvestanátt með rigningu S- og V-til á landinu. Kólnar í bili.

Á laugardag:

Útlit fyrir vætusama sunnan- og suðvestanátt, en úrkomuminna N- og A-lands. Hiti 5 til 10 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×