Sport

Dagskráin í dag: Gylfi Þór Sigurðsson og Lengjudeild karla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór kom inn af bekknum gegn Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Gylfi Þór kom inn af bekknum gegn Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Alex Pantling/Getty Images

Við bjóðum upp á allskyns fótbolta á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag.

Með lækkandi sólu reynist erfitt að spila knattspyrnu á sómasamlegum tíma og því sýnum við leik Grindavíkur og Leiknis Reykjavíkur í Lengjudeild karla í beinni útsendingu klukkan 16:20. Leikurinn hefst tíu mínútum síðar.

Leiknir R. er í harðri baráttu við bæði Fram og Keflavík um að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deild karla á næsta ári. Grindvíkingar gætu með sigri og góðu gengi út sumarið blandað sér í þá baráttu.

Stöð 2 Sport

Við höldum áfram að sýna frá enska deildarbikarnum og reikna má með að Gylfi Þór Sigurðsson verði í eldlínunni þegar Everton tekur á móti Salford City. Salford er lið í eigu fyrrum leikmanna Manchester United, má þar nefna Gary og Phil Neville, Ryan Giggs og Nicky Butt.

Salford leikur í League 2 í Englandi eða D-deildinni.

Reikna má með að Gylfi Þór fái tækifæri í liði Everton eftir að hafa byrjað á bekknum er liðið vann Tottenham Hotspur í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 19:30 hefst bein útsending frá úrvalsdeildinni í E-fótbolta.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.