Íslenski boltinn

Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum

Sindri Sverrisson skrifar
Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Lettum.
Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Lettum. vísir/vilhelm

Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM annað kvöld.

Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundinum sem hófst klukkan 10:30. Beina textalýsingu frá honum má nálgast hér fyrir neðan.

Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingu klukkan 18:15.

Ísland er með níu stig eftir þrjá leiki í 2. sæti F-riðils undankeppninnar. Íslendingar unnu fyrri leikinn gegn Lettum ytra með sex mörkum gegn engu.

Á þriðjudaginn mæta Íslendingar svo Svíum sem eru á toppi riðilsins.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.