Innlent

Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í byrjun ágúst.
Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í byrjun ágúst. Vísir/vilhelm

Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einn þeirra var í sóttkví við greiningu. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan í byrjun ágúst. Tveir greindust með virk smit eftir seinni landamæraskimun. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

Alls voru tekin 582 sýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans innanlands í gær og 428 á landamærunum eða í seinni landamæraskimun.

Sjötíu og fimm manns eru nú í einangrun og 437 í sóttkví, 37 fleiri en í gær. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að þokast upp á við. Nú hafa 13,6 manns á hverja 100.000 íbúa greinst smitaðir undanfarna fjórtán dala, 2,4 fleiri en á mánudag. Á sama tíma lækkar nýgengi landamærasmita á milli daga, úr 5,2 í gær í 4,1 í dag.

Nú hafa 2.189 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins. Tíu þeirra sem hafa veikst af Covid-19 eru látnir.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.