Handbolti

Flens­burg stal sigrinum af Ís­lendinga­liðinu undir lokin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi Björn skoraði tvö mörk í svekkjandi tapi í kvöld.
Sigvaldi Björn skoraði tvö mörk í svekkjandi tapi í kvöld. Vísir/Getty

Íslendingalið Vive Kielce mátti þola svekkjandi tap gegn Flensburg í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Sigvaldi Björn Guðjónsson gerði tvö mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson lék ekki með liðinu að þessu sinni.

Flensburg hafði á endanum betur 31-30 eftir mjög jafnan leik þar sem staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda en þegar gestirnir í Kielce náðu þriggja marka forystu á 47. mínútu, 26-23, virtist sem þeir myndu sigla sigrinum heim.

Heimamenn létu ekki deigan síga og unnu sig inn í leikinn. Fór það svo að þeir skoruðu sigurmarkið þegar rúm mínúta var til leiksloka. Lokatölur 31-30 og Flensburg þar með komin með fyrstu stigin sín í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í ár.

Þá skoraði Óskar Ólafsson fjögur mörk fyrir lið sitt Drammen sem gerði jafntefli við Fyllingen í norsku úrvalsdeildinni í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×