Veður

Út­lit fyrir rysj­ótt og vætu­samt veður um helgina

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er góðu veðri á Austurlandi í dag.
Spáð er góðu veðri á Austurlandi í dag. Veðurstofan

Veðurstofan spáir veðurblíðu á austanverðu landinu í dag, þar sem verður léttskýjað og sæmilega hlýtt. Vestantil er skýjað og lítilsháttar væta með köflum, en vaxandi sunnanátt og rigning seint í kvöld.

Á vef Veðurstofunnar segir að útlit sé fyrir allhvassa sunnanátt norðvestantil á landinu seint í kvöld með snörpum vindhviðum við fjöll, til dæmis á norðanverðu Snæfellsnesi og við Ísafjarðardjúp. Varasöm aktursskilyrði geti skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

„Um helgina er útlit fyrir rysjótt og vætusamt veður, einkum á sunnudag en þá á kröpp lægð að fara yfir landið með hvassviðri eða stormi og mikilli rigningu. Í kjölfar lægðarinnar kólnar og má jafnvel búast við snjókomu norðan heiða á mánudag.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðvestan 13-18 m/s og rigning eða skúrir, en bjart með köflum A-lands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast A-til.

Á sunnudag: Gengur í sunnan og suðvestan storm með talsverðri rigningu, hiti 5 til 12 stig. Norðlægari á Vestfjörðum með slyddu um kvöldið.

Á mánudag: Norðvestlæg átt með snjókomu eða éljum N-lands og hita nálægt frostmarki, en skúrum og 2 til 7 stiga hita sunnan heiða.

Á þriðjudag (haustjafndægur): Norðaustlæg átt, skýjað og dálítil rigning við S-ströndina. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðlæg átt og él, en þurrt á S-verðu landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×