Lífið

RAX Augnablik: „Allt var eins nema hann“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá Elduvík í Færeyjum. Í þorpinu búa aðeins 14 einstaklingar.
Frá Elduvík í Færeyjum. Í þorpinu búa aðeins 14 einstaklingar. Mynd/RAX

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, heimsótti þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997 og náði þar einstökum myndum. Þar á meðal var mynd af nýfæddum litlum dreng sem birtist svo nokkrum árum seinna í bók hans Andlit norðursins. RAX segir söguna á bak við þessar myndir í fjórða þætti af RAX AUGNABLIK.

Litli drengurinn í Elduvík árið 1997.Mynd/RAX

Áður en var bókin Andlit norðursins var endurútgefin árið 2016 vildi ljósmyndarinn komast að því hvað hefði orðið um þennan litla dreng í Elduvík. Eftir að hann fann hann, flaug RAX strax daginn eftir að hitta drenginn aftur og var auðvitað með myndavélina með sér.

 Örþættirnir RAX Augnablik fjalla um sögurnar á bak við ljósmyndir Ragnars Axelssonar. Þátturinn Litli drengurinn í Elduvík er tæpar fjórar mínútur og hægt er að horfa á hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á Stöð 2 Maraþon.


Tengdar fréttir

RAX Augnablik: „Ísbjörninn er svo klókur og snöggur að gera árás“

Örþættirnir RAX Augnablik eru sýndir á Vísi og í Stöð 2 Maraþon alla sunnudaga. Í nýjasta þættinum fer ljósmyndarinn Ragnar Axelsson yfir myndirnar sem hann tók í þegar hann fylgdi eftir veiðimönnum í leit að fjórum ísbjörnum úti á hafís þegar jökulstormur skall á.

RAX AUGNABLIK: Undir gosmekkinum þar sem allt varð svart

Örþættirnir RAX Augnablik eru sýndir á Vísi og í Stöð 2 Maraþon alla sunnudaga. Í nýjasta þættinum fer ljósmyndarinn Ragnar Axelsson yfir myndirnar sem hann tók í eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×