Lífið

Sjáðu gæsahúðarflutning Jóhönnu Guðrúnar á laginu I Will Always Love You

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún heillaði alla upp úr skónum með einstökum flutning á laginu I Will Always Love You. 
Jóhanna Guðrún heillaði alla upp úr skónum með einstökum flutning á laginu I Will Always Love You.  Skjáskot

Jóhanna Guðrún sló rækilega í gegn með stórkostlegum flutningi sínum á laginu I Will Always Love you í fyrsta þættinum af Í kvöld er gigg. Umsjónamaður þáttarins er Ingó Veðurguð og voru fyrstu gestirnir söngdívurnar Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann.

Sverrir Bergmann fór á kostum í fyrsta þætti Í kvöld er gigg og söng af innlifun lag Jóhönnu Guðrúnar, Is It True. Vilhelm/Vísir

Ingó segir í viðtali við Vísi að draumur sinn sé nú loksins að verða að veruleika. Að fá uppáhalds tónlistarfólkið sitt til að spila með sér sín uppáhalds lög. 

Farið var vítt og breitt í gegnum tónlistarsöguna og sungu þau Sverrir og Jóhanna meðal annars lög hvors annars af mikilli innlifun. Þeim til halds og trausts voru þeir Davíð Sigurgeirsson og Halldór Gunnar Fjallabróðir ásamt húshljómsveitinni. 

Ingó fékk Jóhönnu til að syngja eitt af sínum uppáhalds ballöðum og mátti vart heyra saumnál detta þegar hún byrjaði að syngja lagið ódauðlega, I Will Always Love You. 

Þættirnir verða sex talsins og eru sýndir í lokaðri dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum kl. 18:55. 

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Spotify lagalista, hér fyrir neðan, með þeim lögum sem voru spiluð í þættinum.


Tengdar fréttir

„Gigg sem ég væri til í á hverju kvöldi“

Annað kvöld fer í loftið nýr þáttur á Stöð 2 í umsjón tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Þátturinn ber nafnið Í kvöld er gigg, þar sem Ingó býður landsmönnum í partý með sínu uppáhalds tónlistarfólki. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×