Sport

Sjáðu þegar Duplantis sló heimsmetið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Armand Duplantis byrjaði að fagna nýju heimsmeti í stangarstökki utanhúss áður en hann lenti á dýnunni.
Armand Duplantis byrjaði að fagna nýju heimsmeti í stangarstökki utanhúss áður en hann lenti á dýnunni. getty/Paolo Bruno

Svíinn Armand Duplantis sló í gær heimsmetið í stangarstökki utanhúss á Demantamóti í Róm.

Hann gerði sér þá lítið fyrir og lyfti sér yfir 6,15 metra og bætti heimsmet Úkraínumannsins Sergeys Bubka um einn sentímetra. Bubka hafði átt heimsmetið frá 1994, eða í 26 ár.

Hér fyrir neðan má sjá þegar Duplantis bætti heimsmetið í gær og fagnaðarlætin sem fylgdu í kjölfarið.

Klippa: Bætti heimsmetið í stangarstökki

Þann 8. febrúar á þessu ári bætti Duplantis sex ára gamalt heimsmet Renauds Lavillenie í stangarstökki innanhúss þegar hann fór yfir 6,17 metra á móti í Póllandi. Viku síðar bætti hann eigið heimsmet um einn sentímetra á móti í Skotlandi.

Duplantis, sem er bara tvítugur, varð Evrópumeistari í stangarstökki 2018 og vann til silfurverðlauna á HM ári seinna.

Duplantis er fæddur í Bandaríkjunum en er með sænskan ríkisborgararétt. Bandarískur faðir hans, Greg, er fyrrverandi stangarstökkvari. Sænsk móðir hans, Helena, er fyrrverandi keppandi í sjöþraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×