Innlent

Stefnir í stálheiðarlegt slagviðri á sunnudag og snjókomu í kjölfarið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lausamunir geta fokið og tafir orðið á umferð vegna fárviðris á sunnudag. Gott er að huga vel að niðurföllum.
Lausamunir geta fokið og tafir orðið á umferð vegna fárviðris á sunnudag. Gott er að huga vel að niðurföllum. Vísir/Vilhelm

Síðla sunnudags snýst í suðvestan eða vestan 15-25 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Mikilli rigningu er spáð á öllu vestan-og sunnanverðu landinu.

Strax á hádegi á sunnudag virkjast gul úrkomuviðvörun á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Útlit er fyrir talsverða rigningu, allt að 50 mm á 6 klst.

Búast má við auknu afrennsli í ám og lækjum sem gæti valdið tjóni og raskað samgöngum. Fólki sem hyggur á ferðalög um helgina er bent á að fylgjast vel með veðurspám.

Fólk sem hyggur á ferðalög um helgina er eindregið hvatt til þess að huga vel að veðurspám áður en af stað er haldið.Veðurstofa Íslands

Síðdegis virkjast síðan gular viðvaranir á Ströndum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi að Glettingi og á miðhálendinu. Veðurstofan varar við hvössum vindhviðum norðan til. Athugið að í Eyjafirði og á utanverðum Tröllaskaga gætu hviður náð yfir 40 m/s.

Lausamunir geta fokið og tafir orðið á umferð. Á Norðausturlandi gengur síðan í norðvestanátt með snjókomu á mánudagsmorgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×