Innlent

Fólk hugi að lausa­munum utan­dyra

Sylvía Hall skrifar
Nokkuð hvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Nokkuð hvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru beðnir um að kanna stöðu á trampólínum og öðrum lausamunum sem geymdir eru utandyra. „Það er eiginlega ekki bætandi á stöðuna að þurfa að fara að eltast við lausa muni ofan á hitt,“ skrifar lögreglan í tilkynningu.

Veðurspá gerir ráð fyrir suðvestan 8 til 13 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en þó dregur úr vindi og skúrum. Hiti verður á bilinu 7 til 11 stig.

Á mánudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Skúrir á suðurhelming landsins, skúrir eða slydduél norðantil, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag (haustjafndægur):

Norðaustan 5-13 m/s og slydda eða snjókoma með köflum um landið norðanvert. Austlægari vindur og rigning af og til sunnantil. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 6 stig syðst.

Á miðvikudag:

Norðan 5-13 m/s með éljum á norðanverðu landinu og hita um frostmark, en hægari, bjart og hiti að 5 stigum yfir daginn sunnan heiða.

Á fimmtudag:

Hæg breytileg átt og léttskýjað, en skýjað og lítilsháttar slyddu framan af degi norðaustantil á landinu. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á föstudag:

Vaxandi suðaustanátt og rigning, en hægari vindur og bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 8 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×