Handbolti

Björgvin Páll: Síðasti leikur sat mikið í mér

Andri Már Eggertsson skrifar
Björgvin í leiknum í kvöld.
Björgvin í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm

Haukar sannfærandi sigur á erkifjendum sínum í ÍBV. Haukar byrjuðu leikinn talsvert betur og voru yfir allan leikinn sem endaði með 30-23 sigri Hauka.

„Þetta var langt frá því að vera fullkomið, við vinnum ÍBV með sjö mörkum við brenndum af mörgum vítaköstum og fullt af öðrum mistökum þetta var þó mjög góður leikur sérstaklega fyrstu mínútrunar þar sem við mættum klárir til leiks,” sagði Björgvin Páll og bætti hann við að Haukarnir skulduðu góða frammistöðu eftir síðasta leik.

Björgvin var ánægður með varnarleik liðsins þar sem þeir voru mjög hreyfanlegir hann hrósaði sínum mönnum fyrir góða barráttu því það er ekki sjálfgefið þegar það eru engir áhorfendur.

Björgvin Páll átti alls ekki góðan leik í síðustu umferð þegar Haukar mörðu Gróttu í jöfnum leik, þar átti Björgvin mjög dapra frammistöðu.

„Síðasti leikur sat vel í mér það er ekkert leyndarmál við þurftum bara einn leik til að ná skrekknum úr okkur og skuldaði ég strákunum góða frammistöðu í dag þar sem ég var hræðilegur í síðasta leik en þá er gott að hafa Andra á bekknum sem er frábær markmaður og við unnum það leik þar sem við erum saman í þessu,” sagði Björgvin.

„Þessi leikur var alveg gjörólíkur fyrsta leiknum frá a-ö hvernig við mættum til leiks, orkan í liðinu var allt önnur og þegar við stöndum svona saman þá koma ekki mörg lið hingað til að valda usla,” sagði Björgvin ánægður að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×