Íslenski boltinn

Eiður: Endum í deildinni þar sem við eigum skilið að vera

Andri Már Eggertsson skrifar
Eiður Smári á hliðarlínunni hjá FH fyrr í sumar.
Eiður Smári á hliðarlínunni hjá FH fyrr í sumar. vísir/hulda

FH vann stórsigur á Fylki 4-1. Það var markalaust þegar liðin fóru inn í klefa eftir 45 mínútur en seinni hálfleikur FH var frábær sem skilaði þeim fjórum mörkum.

„Við hefðum auðveldlega getað verið yfir í fyrri hálfleik fengum færi til að skora eitt eða tvö mörk og var spilið einnig gott. Við skorum fyrsta markið úr hornspyrnu eftir að við tókum við liðinu og síðan var heildar frammistaða liðsins nokkuð góð,” Sagði Eiður Smári.

Björn Daníel Sverrisson var allt í öllu í liði FH í dag og skoraði hann tvö fyrstu mörk leiksins, Eiður er oftast ánægður með hans framlag en þegar hann skilar tveimur mörkum þá slakar það á taugum þjálfarateymisins.

Það var markasúpa á 10 mínútna kafla í leiknum þar sem fjögur mörk litu dagsins ljós.

„Það koma mörk með stuttu millibili og er óhætt að segja að með þriðja markinu er sigurinn í höfn en við komum þeim inn í leikinn með að fá þetta mark á okkur en það er jákvætt að við svöruðum strax aftur með marki.”

Það er orðið ljóst að barráttan um Íslandsmeistaratitilinn er á milli Vals og FH, næsti leikur FH er á móti Val í Kaplakrika.

„Ég hef alltaf sagt það að við endum í deildinni þar sem við eigum skilið, við tökum þennan sigur með okkur og byrjum að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn á morgunn,” sagði Eiður Smári og bætti hann við að hann var ánægður með orkuna í liðinu og öll þau færi sem liðið skapaði sér á móti sterku liði Fylkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×