Erlent

Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi

Sylvía Hall skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth

Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. Vísindalegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar hafði varað við því að um miðjan október gætu ný smit verið um fimmtíu þúsund á dag ef aðgerðir héldust óbreyttar.

Viðbúnaðarstigið fer því úr 3 upp í 4, sem þýðir að smitum sé að fjölga verulega samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Viðbúnaðarstigið getur hæst farið upp í 5.

4.368 smit bættust við í dag en greint var frá því að tæplega 3.900 manns hefðu greinst smitaðir og átján látið lífið af völdum veirunnar í gær. Líkt og víðar annars staðar í Evrópu hefur smituðum farið fjölgandi í Bretlandi að undanförnu og daglegur fjöldi smitaðra nú er sambærilegur við þann sem var í maí.

Síðustu vikuna hefur 21 dáið að meðaltali á dag.

Læknar í Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi sendur frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir mæltu með því að viðbúnaðarstigið yrði hækkað. Þau ítrekuðu mikilvægi þess að fólk fylgdi tilmælum yfirvalda til þess að koma í veg fyrir dauðsföll og álag á heilbrigðiskerfið yfir vetrarmánuðina.

Viðbúnaðarstigið var lækkað niður í 3 þann 19. júní síðastliðinn. Það viðbúnaðarstig merkir að veiran sé í samfélaginu en þó væri svigrúm til tilslakana hægt og bítandi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×