Innlent

Sjálf­stæðis- og Fram­sóknar­menn í meiri­hluta­við­ræður

Atli Ísleifsson skrifar
Gauti Jóhannesson, sem gegnt hefur embætti sveitarstjóra á Djúpavogi síðustu ár, leiddi lista Sjálfstæðismanna í kosningunum.
Gauti Jóhannesson, sem gegnt hefur embætti sveitarstjóra á Djúpavogi síðustu ár, leiddi lista Sjálfstæðismanna í kosningunum. Stöð 2

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ákveðið að hefja meirihlutaviðræður í hinu nýja, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Munu formlegar viðræður hefjast í dag.

Frá þessu segir í frétt á vef RÚV. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta fulltrúa, eða fjóra, í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn laugardag.

Vitað var að bæði Framsókn, sem fékk tvo fulltrúa kjörna, og Austurlistinn, sem fékk þrjá, sóttust eftir að mynda meirihluta með Sjálfstæðismönnum.

Gauti Jóhannesson, sem gegnt hefur embætti sveitarstjóra á Djúpavogi síðustu ár, leiddi lista Sjálfstæðismanna í kosningunum. Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, leiddi lista Framsóknar.

Nýtt sveitarfélag varð til með sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Djúpavogs og Borgarfjarðar eystri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×