Fótbolti

Svava á hækjum á leiknum við Svía

Sindri Sverrisson skrifar
Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu fyrir ári síðan, og kom inn á sem varamaður gegn Ungverjalandi. Hún kom hins vegar ekkert við sögu gegn Lettlandi síðasta fimmtudag og meiddist fyrir leikinn við Svía.
Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu fyrir ári síðan, og kom inn á sem varamaður gegn Ungverjalandi. Hún kom hins vegar ekkert við sögu gegn Lettlandi síðasta fimmtudag og meiddist fyrir leikinn við Svía. VÍSIR/BÁRA

Svava Rós Guðmundsdóttir varð fyrir því óláni að meiðast á æfingu tveimur dögum fyrir landsleik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM í fótbolta.

Svava hefur skorað sex mörk í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni í sumar, með liði sínu Kristianstad, og mætt nokkrum þeirra leikmanna sem íslenska liðið lék gegn á Laugardalsvelli í gærkvöld. 

Hún gat hins vegar ekki mætt þeim í gær vegna meiðsla sinna, en mætti á völlinn á hækjum og sat í stúkunni líkt og varamenn Íslands gerðu vegna sóttvarnareglna UEFA.

Samkvæmt upplýsingum Vísis meiddist Svava í kálfa og er talið að hún verði frá keppni í 4-6 vikur. Því er óvíst að hún geti verið með íslenska liðinu þegar það mætir Svíþjóð á nýjan leik, í Gautaborg 27. október.

Svava Rós Guðmundsdóttir er hér lengst til hægri á mynd, með hækjurnar, á leiknum við Svía í gær.MYND/STÖÐ 2 SPORT

Tengdar fréttir

Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig

Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×