Íslenski boltinn

Tinda­stóll í efstu deild kvenna í knatt­spyrnu í fyrsta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Murielle Tiernan hefur leikið vel með Stólunum í sumar.
Murielle Tiernan hefur leikið vel með Stólunum í sumar. Vísir/Facebook-síða Tindastóls

Tindastóll er komið upp í Pepsi Max deild kvenna eftir 4-0 sigur á Völsungi á útivelli í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem Tindastóll tryggir sér sæti í deild þeirra bestu í knattspyrnu í kvennaflokki.

Eftir sigurinn í kvöld er liðið með 43 stig og á tvo leiki eftir en Keflavík er í 2. sætinu með 33 stig og Haukar í 3. sætinu með 29 stig.

Bæði þau lið geta þar af leiðandi ekki náð Stólunum eftir leik kvöldsins og því geta Stólarnir fagnað.

Liðið hefur unnið fjórtán af þeim sextán leikjum sem hefur spilað, eitt jafntefli og einn tapleikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×