Enski boltinn

Segir að Kane yfir­gefi Totten­ham vinni Mourin­ho ekki bikar í ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane og Son vilja fara vinna einhverja bikara, að mati Hoddle.
Kane og Son vilja fara vinna einhverja bikara, að mati Hoddle. vísir/getty

Harry Kane mun yfirgefa Tottenham vinni liðið ekki einhvern bikar í ár. Þetta segir Tottenham goðsögnin og sparkspekingurinn, Glenn Hoddle.

Á síðustu leiktíð ákváðu Tottenham menn að skipta um þjálfara. Mauricio Pochettino var rekinn og við tók Jose Mourinho. Það skilaði þó engum titli í lok tímabilsins.

Í nýju viðtali sagði Hoddle að tímabilið í ár væri ansi mikilvægt upp á framtíð félagsins en Kane hefur m.a. verið orðaður við Manchester United og Real Madrid.

„Harry Kane þarf einhvern bikar í lok tímabilsins ef hann á að vera áfram hjá félaginu,“ sagði Hoddle í samtali við The Gary Newbon Sport Show á Punching.TV.

„Ég held að Gareth Bale hafi komið til Tottenham til að vinna eitthvað og ég held að Son sé annar leikmaður sem vill vinna eitthvað með Tottenham.“

„Það eru fullt af leikmönnum sem hafa lagt mikið á sig að byggja upp Tottenham síðustu fjögur eða fimm ár, koma þeim í úrslit Meistaradeildarinnar, en þeir hafa ekki unnið neitt.“

„Þeir geta ekki sýnt eitthvað sem þeir hafa fengið fyrir alla þessa vinnu og ég held að þetta sé mikilvægt tímabil fyrir þá,“ sagði Hoddle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×