Íslenski boltinn

Matthías snýr aftur til FH

Sindri Sverrisson skrifar
Matthías Vilhjálmsson, til vinstri, með bikarinn á lofti en hann vann fjölda titla með FH áður en hann fór til Noregs, þar sem hann varð svo norskur meistari fjórum sinnum.
Matthías Vilhjálmsson, til vinstri, með bikarinn á lofti en hann vann fjölda titla með FH áður en hann fór til Noregs, þar sem hann varð svo norskur meistari fjórum sinnum. Daníel

Knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson snýr aftur til FH um áramótin og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við félagið.

Þessu greindi FH frá nú síðdegis. Matthías, sem er Ísfirðingur, kom ungur til FH og var lykilmaður í liðinu áður en hann fór út í atvinnumennsku eftir tímabilið 2011. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari með FH áður en hann fór út.

View this post on Instagram

Matthi as Vilhja lmsson aftur heim i FH FH hefur komist að samkomulagi við Va lerenga IF um kaup a Matthi asi Vilhja lmssyni fra og með 1.1.2021. Matti skrifar undir 3 a ra samning við FH. Matti er I sfirðingur en kom ungur að a rum i Kaplakrika, 151 leikir og 46 mo rk i o llum keppnum segir margt um vinsældir Matta hja stuðningsmo nnum fe lagsins. Matti kemur heim i Krikann eftir farsælan atvinnumannaferil i Noregi þar sem hann meðal annars spilaði 109 leiki, skoraði 28 mo rk, vann fjo ra Noregsmeistaratitla og þrja bikarmeistaratitla með Rosenborg. Bikarmeistaratitill i bu ningi FH 2010 er eftirminnilegur þar sem Matthi as skoraði 2 mo rk og lyfti bikarnum sem fyrirliði sælla minninga. Matti a tti sto ran þa tt i fjo rum I slandsmeistaratitlum og tveimur Bikarmeistaratitlum a a runum 2005-2010. Velkominn heim Matti! #Velkominn heim Matti

A post shared by FH-ingar (@fhingar) on

Matthías, sem verður 34 ára í janúar, kemur til FH frá Vålerenga í Noregi þar sem hann hefur leikið í tvö ár. Þar áður varð hann Noregsmeistari fjögur ár í röð með Rosenborg, en Matthías lék einnig með Start í Noregi.

Matthías Vilhjálmsson klárar leiktíðina með Vålerenga og kemur svo í Krikann.mynd/vif-fotball.no



Fleiri fréttir

Sjá meira


×