Íslenski boltinn

Stúku­menn um sektina: „Þetta er galið bull“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Máni og Atli Viðar í settinu í gær þar sem þeir ræddu m.a. sektina á Skagann.
Máni og Atli Viðar í settinu í gær þar sem þeir ræddu m.a. sektina á Skagann. vísir/skjáskot

Knattspyrnudeild ÍA var sektað um 50 þúsund krónur eftir ummæli Arnars Más Guðjónssonar, leikmanns liðsins, eftir leik ÍA og Vals.

Arnar Már fór þá ekki fögrum orðum um dómara leiksins og kallaði hann m.a. Guðmund Ársæl Aumingja Rassgatsson. Rætt var um málið í Pepsi Max stúkunni í gær.

„Ég veit ekki hvaða grín þetta er hjá KSÍ að komast að þessari niðurstöðu. Það eru örugglega eitthvað reglugerðakjaftæði sem segir þetta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson.

„Í öllum alvöru knattspyrnusamböndum og í Bretlandi, þá eru menn bara sendir í leikbann.

Þetta er kannski mikill peningur miðað við skuldastöðu Skagans en þetta er enginn peningur.“

„Þegar ég var að þjálfa og dómarinn var eins og vitleysingur þá hefði ég glaður skrifað einhverja Twitter-færslu og drullað yfir hann ef ég þyrfti bara að borga 50 þúsund kall. Þetta er galið bull.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max Stúkan - Sektin á ÍA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×