Enski boltinn

Reiður Hodg­son eftir leikinn gegn Gylfa og fé­lögum: „Þetta er að drepa leikinn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hodgson yfirgefur Selhurst Park í fússi.
Hodgson yfirgefur Selhurst Park í fússi. vísir/getty

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, var allt annað en ánægður með dómgæsluna í leik Crystal Palace og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Palace tapaði leiknum 2-1.

Everton fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að Lucas Digne skallaði boltann í hendina á varnarmanni Palace. Eftir skoðun í VARsjánni ákvað Kevin Friend að benda á vítapunktinn.

Hodgson segir að þessar nýju reglur um hvenær eigi að dæma hendi og hvenær ekki séu glórulausar. Þær séu að eyðileggja fótboltann.

„Ég skil ekki hvernig við í fótboltanum og núna tala ég um ensku úrvalsdeildina. Ég er að tala um dómarana, stjórana, þjálfaranna og leikmennina. Ég skil ekki hvernig við leyfðum þessari reglu að komast í gildi,“ sagði Hodgson reiður.

„Fyrir mig er þetta óafsakanlegt og ég verð að vera hreinskilinn við þig. Þetta er líklega að eyðileggja fyrir mér gleðina við fótboltann. Ég er ósáttur að úrslitin féllu á þennan veg og hvernig það gerðist.“

„Mér finnst þessi regla vera drepa leikinn. Ég er ekki bara að segja þetta í dag. Ég er búinn að vera segja þetta. Fyrir mig er hönd mjög einföld regla.“

„Þegar þú réttir út höndina til að stöðva mark eða þú hagnast á því, þá er það hendi. Þegar boltinn fer í höndina á þér og þú getur ekkert gert við því, þá er það ekki hendi,“ sagði sá enski pirraður.


Tengdar fréttir

Gylfi og félagar á toppnum

Everton er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í enska boltanum. Bítlaborgarliðið vann 2-1 sigur á Crystal Palace á útivelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×