Körfubolti

Stjarnan fær bandarískan liðsstyrk

Sindri Sverrisson skrifar
RJ Williams í leik með Boise State University á síðasta tímabili.
RJ Williams í leik með Boise State University á síðasta tímabili. getty/Loren Orr

Stjarnan hefur samið við bandaríska framherjann RJ Williams um að spila með liðinu á körfuboltaleiktíðinni sem hefst á fimmtudaginn.

Stjörnumenn mæta Val í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar og sá leikur er á föstudagskvöld.

Stjarnan tilkynnti um komu Williams á Facebook í dag. Um er að ræða 23 ára gamlan leikmann sem er nýútskrifaður úr háskóla en hann var í Boise State háskólanum.

Williams er um tveir metrar á hæð og er ætlað að standa vaktina í teignum, eins og Stjörnumenn orða það, ásamt Hlyni Bæringssyni og sænska landsliðsmanninum Alexander Lindqvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×